Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 11:21 Þóra er ein þekktasta óperusöngkona þjóðarinnar. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“ Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“
Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12
„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22
Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19