Fyrsta íslenska baksturskeppnin fer í loftið á Stöð 2 Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 12. mars 2021 12:31 Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran byrjar með fyrstu íslensku baksturskeppnina annað kvöld á Stöð 2. Vilhelm/Vísir „Við höfum verið með hugmynd að kökuþætti í langan tíma og löngu tímabært að fá íslenska kökukeppni í loftið. Það eru svo margir skemmtilegir baksturs- og kökuþættir erlendis og því fannst mér alveg tilvalið að fara af stað með þetta hér á landi,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi. Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum. Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum.
Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56
Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00