Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:39 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“ Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“
Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41