Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:51 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Olympique Lyon á síðustu leiktíð og hóf þá að leika með liðinu í átta liða úrslitunum. Getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira