„Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2021 10:30 Ice Tribe Iceland er flokkur sem stundar það að kafa í ísköldu vatni. Frosti Logason heyrði nýverið af hópi fólks sem hefur verið að stunda það í vetur að synda undir ísi lagt Hafravatn á sundfötum einum saman. Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira