„Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2021 10:30 Ice Tribe Iceland er flokkur sem stundar það að kafa í ísköldu vatni. Frosti Logason heyrði nýverið af hópi fólks sem hefur verið að stunda það í vetur að synda undir ísi lagt Hafravatn á sundfötum einum saman. Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira