Innlent

Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar í tvöfalda skimun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmennirnir voru skimaðir í gær og verða skimaðir aftur á morgun.
Starfsmennirnir voru skimaðir í gær og verða skimaðir aftur á morgun. Vísir/Vilhelm

Mikill meirihluti starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar var sendur í skimun í gær og heim í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Að sögn Kára var sá sem greindist með Covid-19 á laugardag sambýlismanneskja einstaklings sem starfar á rannsóknarstofu í byggingu Íslenskrar erfðagreiningar. Sú manneskja reyndist neikvæð en allir umræddir starfsmenn verða skimaðir aftur á morgun.

„„Það kom ekki upp smit, það kom upp kvíði sem leiddi til þess að við brugðumst harka­lega við,“ hefur Fréttablaðið eftir Kára. „Okkur fannst skyn­sam­legt að taka á þessu á á­kveðinn og af­gerandi hátt sem við gerðum.“ 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×