Innlent

79-81 árs fengu bólusetningu í dag

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Um það bil 2.200 manns fengu bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag
Um það bil 2.200 manns fengu bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag vísir/sigurjón

Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku.

Um tvö þúsund manns á þessum aldri fengu bóluefnið Pfizer og gekk bólusetningin bæði hratt og vel fyrir sig að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í lok dags fengu að auki tvö hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru 65 ára og eldri bólusetningu með bóluefni Pfizer enda ekki mælt með notkun bóluefnis AztraZeneca fyrir þann aldurshóp. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa fengið bóluefni AztraZeneca síðustu vikur.

Ragnheiður segir að næstu daga verði lögð áhersla á að bólusetja starfsfólk Landspítala og að í næstu viku sé gert ráð fyrir að hefja bólusetningu á fólki með undirliggjandi sjúkdóma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×