„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 13:41 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að verjandi Íslendingsins sem sat í gæsluvarðhaldi verði kallaður til sem vitni í málinu. Lögreglu hafi ástæðu til að ætla að verjandinn búi yfir vitneskju sem skipti rannsóknina máli. Vísir/Egill t.v. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira