Ákvörðun um áfrýjun „auðvitað ekki léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. mars 2021 10:46 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir það ekki hafa verið léttvæga ákvörðun að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Hún hafi leitað til sérfræðinga við ákvörðunina og farið vel yfir málið. Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Lilja hafði hingað til ekki tjáð sig um dóm héraðsdóms við fjölmiðla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná af henni tali. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að Lilja hefði brotið jafnréttislög með skipan flokksbróður síns Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra. Dómurinn tók undir það mat kærunefndar jafnréttismála að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi, sem einnig sótti um starfið. Lilja sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hún hefði leitað til tveggja sérfræðinga áður en hún tók ákvörðun um að áfrýja dómnum. Í álitum þeirra hefði komið fram að ekki hefði verið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig Hafdísi hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis við ráðninguna. „Þess vegna tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Lilja. Lilja ákvað sama dag og dómur héraðsdóms féll að áfrýja honum til Landsréttar. Því hefur verið velt upp að ákvörðunin hafi verið tekin heldur fljótt. Lilja var innt eftir viðbrögðum við þessu í morgun. Hún sagði að málið hefði verið skoðað mjög vel og hún hefði verið búin að funda með settum ríkislögmanni. „En þetta er auðvitað ekki léttvæg ákvörðun,“ tók Lilja sérstaklega fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira