Lífið

„Ég sé alveg sjálfa mig í henni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórunn Erna var 43 ára þegar hún varð ólétt af þriðja barninu sínu. 
Þórunn Erna var 43 ára þegar hún varð ólétt af þriðja barninu sínu.  Vísir/vilhelm

„Þetta var bara geggjað og kom mjög á óvart. Að eignast allt í einu barn og vera orðin ólétt 43 ára,“ segir Þórunn Erna Clausen sem er gestur vikunnar í Einkalífinu. Hún eignaðist stúlku á síðasta ári með kærastanum sínum Olgeiri Sigurgeirssyni.

„Maður er bara allt í einu, shit hvað á ég að gera núna. Ég hef verið mjög lánsöm í lífinu og heppin með þetta. Að eiga þrjú heilbrigð börn sjálf. Ég get varla þakkað nóg fyrir það að hafa fengið svona mikla gæfu á þessu sviði.“

Þórunn segir það alls ekki vera sjálfgefið.

„Hún er svo mikil dásemd og skemmtileg. Hún er rosa húmoristi og svaka stríðnispúki og ég sé alveg sjálfa mig í henni og pabba hennar líka. Hann er alveg svona glettinn.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en umræðan um dóttur þeirra hefst þegar rúmlega tuttugu mínútur eru liðnar af þættinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.