Innlent

Barn flutt á slysa­deild eftir að bíll rann á leik­völl

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Aðsend

Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað.

Bíllinn hafnaði á rólustaur sem brotnaði við áreksturinn. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var eitt barn á leikvellinum þegar bíllinn rann af stað og var það flutt á slysadeild. 

Ekki er vitað hversu mikið barnið slasaðist.

„Það var allavega eitt barn þarna sem varð að einhverju leyti fyrir bílnum og var flutt niður á slysadeild.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.