Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 4,0 við Fagra­dals­fjall

Sylvía Hall skrifar
Fagradalsfjall Reykjanes
Fagradalsfjall Reykjanes

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt eftir klukkan fimm. Skjálftinn var 4 að stærð samkvæmt mælingum Veðurstofunnar og átti upptök sín tvo kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli.

Skjálftinn er sá fimmti yfir þremur sem mælist frá hádegi í dag. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinunni en frá því að stærri skjálftinn varð klukkan 17:06 hafa nokkrir minni fylgt í kjölfarið. 

Þetta er stærsti skjálftinn frá því að annar að stærð 4,1 varð skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. 

Mikil virkni var á svæðinu á þriðja tímanum í nótt, en milli klukkan tvö og þrjú mældust þrettán skjálftar yfir þremur, sá stærsti 5,0. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.