Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út að Ingólfs­fjalli

Eiður Þór Árnason skrifar
Ljósmynd af vettvangi.
Ljósmynd af vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að tilkynning barst Neyðarlínu frá konu sem er í sjálfheldu ofarlega í Ingólfsfjalli fyrir ofan bæinn Alviðru.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg að lögregla og björgunarsveitafólk sé komið í hlíðar fjallsins og að vinna sig upp að konunni. 

„Hún er óslösuð en hrasaði af gönguleiðinni og virðist vera á erfiðum stað og treystir sér ekki niður af sjálfsdáðum.“

Veður er gott á vettvangi og líklegt er að nota þurfi fjallabjörgunarbúnað til að tryggja öryggi fólks á leiðinni niður, að sögn Landsbjargar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×