Innlent

Bein útsending: Íbúafundur í Grindavík túlkaður á pólsku

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Íbúar Grindavíkur hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum undanfarna daga.
Íbúar Grindavíkur hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum undanfarna daga. Vísir/Egill

Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla er lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og verður túlkaður á pólsku. Hægt er að horfa á fundinn á Youtube síðu Grindavíkurbæjar og á Vísi í spilaranum hér að neðan.

Þá mun Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar á fjórða tímanum í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3 til 5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir fundust vel í Grindavík og hafa valdið íbúum áhyggjum. 

Það er mat sérfræðinga út frá þeim gögnum sem fyrir liggja, að líklegast séu skjálftarnir sem fundust í nótt og í morgun í Grindavík afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni, en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fyrr í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×