Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2021 07:16 Fjöldi skjálfta hafa mælst við Fagradalsfjall. Vísir/vilhelm Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð klukkan 02:02 um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Ekki hafa fundist merki um gósóróa samkvæmt náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar. Skjálftavirknin hefur færst meira í átt að Grindavík en að sögn almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar er líklegast að skjálftarnir þar séu afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss. Enginn órói hefur hefur mælst síðan um miðnætti. Púlsinn sem mældist þá var svipaður þeim sem mældist 3. mars en sá púls varði í nokkrar klukkustundir. Með óróa eða óróapúls er átt við mikinn fjölda skjálfta á stuttu tímabili sem erfitt er að greina á milli. Ekki útlit fyrir kviku fyrir norðan Grindavík Þrjátíu jarðskjálftar um og yfir 3,0 að stærð hafa mælst frá miðnætti og þrír yfir 4,0 að stærð. Þar af hefur fjöldi skjálfta mælst við Grindavík og níu austan við Fagradalsfjall. Ekkert bendir til þess að stóru skjálftarnir rétt norðan við Grindavík tengist kvikuhreyfingum þar líkt og áður segir. „Þetta eru skjálftar sem verða út af spennubreytingu, það er gangur sem er að þrýsta sér upp og þá eykst spennan í jarðskorpunni sem er þarna í kring og þá verða svona stórir skjálftar. Það er ekkert bendir til þess að kvika sé á hreyfingu nær Grindavík en við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki sé útlit fyrir að nokkur kvika sé á svæðinu fyrir norðan Grindavík en áfram beri á kvikuhreyfingum undir Fagradalsfjalli. Klukkan 7:22 mældist skjálfti að stærð 3,4 suðsuðaustur af Fagradalsfjalli og hafa minni skjálftar fylgt í kjölfarið. Alls hafa um 900 jarðskjálftar mælst hjá Fagradalsfjalli og vestur að Þorbirni frá miðnætti til klukkan sjö í morgun. Könnuðu hvort skemmdir hafi orðið á vegum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar klukkan 03.30 í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3 til 5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir hafa fundist vel í Grindavík og má áfram búast við skjálftum sem finnast vel á svæðinu. „Náttúruvásérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnadeild fylgjast vel með þróun mála í nótt. Vegagerðin og Lögreglan á Suðurnesjum eru á ferð og kanna hvort skemmdir hafi orðið á vegum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið,“ segir í tilkynningu sem barst á fimmta tímanum í nótt. Að gefnu tilefni! Nú gengur yfir gríðarlega öflug skjálftahrina og ekki ólíklegt að hver einasti Grindvíkingur sé nú...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Saturday, March 6, 2021 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík gaf út á fjórða tímanum í nótt að hún hafi hvorki verið kölluð út vegna skjálftanna né borist upplýsingar um að hætta væri á ferðum. „Það er mjög eðlilegt að vera órólegur á meðan svona hrinur ganga yfir. Við viljum minna fólk á að ganga frá lausamunum og passa að taka dót niður úr hillum,“ segir í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar þar sem andvaka íbúar Grindavíkur voru hvattir til að reyna að taka því rólega og horfa á góða mynd. Alls hafa yfir 22 þúsund skjálftar hafa verið staðsettir síðan öfluga jarðskjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ekki útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. 6. mars 2021 12:47 Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. 5. mars 2021 17:26 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð klukkan 02:02 um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Ekki hafa fundist merki um gósóróa samkvæmt náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar. Skjálftavirknin hefur færst meira í átt að Grindavík en að sögn almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar er líklegast að skjálftarnir þar séu afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss. Enginn órói hefur hefur mælst síðan um miðnætti. Púlsinn sem mældist þá var svipaður þeim sem mældist 3. mars en sá púls varði í nokkrar klukkustundir. Með óróa eða óróapúls er átt við mikinn fjölda skjálfta á stuttu tímabili sem erfitt er að greina á milli. Ekki útlit fyrir kviku fyrir norðan Grindavík Þrjátíu jarðskjálftar um og yfir 3,0 að stærð hafa mælst frá miðnætti og þrír yfir 4,0 að stærð. Þar af hefur fjöldi skjálfta mælst við Grindavík og níu austan við Fagradalsfjall. Ekkert bendir til þess að stóru skjálftarnir rétt norðan við Grindavík tengist kvikuhreyfingum þar líkt og áður segir. „Þetta eru skjálftar sem verða út af spennubreytingu, það er gangur sem er að þrýsta sér upp og þá eykst spennan í jarðskorpunni sem er þarna í kring og þá verða svona stórir skjálftar. Það er ekkert bendir til þess að kvika sé á hreyfingu nær Grindavík en við Fagradalsfjall,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki sé útlit fyrir að nokkur kvika sé á svæðinu fyrir norðan Grindavík en áfram beri á kvikuhreyfingum undir Fagradalsfjalli. Klukkan 7:22 mældist skjálfti að stærð 3,4 suðsuðaustur af Fagradalsfjalli og hafa minni skjálftar fylgt í kjölfarið. Alls hafa um 900 jarðskjálftar mælst hjá Fagradalsfjalli og vestur að Þorbirni frá miðnætti til klukkan sjö í morgun. Könnuðu hvort skemmdir hafi orðið á vegum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar klukkan 03.30 í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3 til 5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir hafa fundist vel í Grindavík og má áfram búast við skjálftum sem finnast vel á svæðinu. „Náttúruvásérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnadeild fylgjast vel með þróun mála í nótt. Vegagerðin og Lögreglan á Suðurnesjum eru á ferð og kanna hvort skemmdir hafi orðið á vegum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið,“ segir í tilkynningu sem barst á fimmta tímanum í nótt. Að gefnu tilefni! Nú gengur yfir gríðarlega öflug skjálftahrina og ekki ólíklegt að hver einasti Grindvíkingur sé nú...Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Saturday, March 6, 2021 Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík gaf út á fjórða tímanum í nótt að hún hafi hvorki verið kölluð út vegna skjálftanna né borist upplýsingar um að hætta væri á ferðum. „Það er mjög eðlilegt að vera órólegur á meðan svona hrinur ganga yfir. Við viljum minna fólk á að ganga frá lausamunum og passa að taka dót niður úr hillum,“ segir í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar þar sem andvaka íbúar Grindavíkur voru hvattir til að reyna að taka því rólega og horfa á góða mynd. Alls hafa yfir 22 þúsund skjálftar hafa verið staðsettir síðan öfluga jarðskjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ekki útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. 6. mars 2021 12:47 Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. 5. mars 2021 17:26 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03
Ekki útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg Ekki er talið að hraun muni renna yfir Reykjanesbraut, komi til eldgoss miðað við stöðuna nú á Reykjanesskaga, en ekki er útilokað að hraun næði niður á Suðurstrandarveg. 6. mars 2021 12:47
Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. 5. mars 2021 17:26
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59