Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 00:44 Keilir og svæðið í kring séð úr lofti. Ragnar Axelsson flaug yfir svæðið í vikunni og tók þessa mynd. RAX Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira