Fundinum verður streymt á netinu og er streymið aðgengilegt hér fyrir neðan. Hægt er að koma spurningum til almannavarna og vísindamanna á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar.
Í gær mældust um 2.800 skjálftar á Reykjanesskaga og höfðu yfir 800 skjálftar mælst frá miðnætti skammt fyrir klukkan átta í morgun. Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikil. Rafmagnslaust var í Grindavík í um sex klukkustundir í gær en fátt bendir til að truflanirnar tengist jarðhræringunum.
Fréttin hefur verið uppfærð.