„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 21:00 Hulda Hjálmarsdóttir. Vísir/Arnar Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira