Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2021 00:14 Skjálftavirkni hefur í dag færst nokkuð nær Grindavík. Öflugasti skjálftinn í kvöld var 4,2 að stærð og fannst vel í Grindavík. Vísir/Egill Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn. Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira
Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Sjá meira