Innlent

Drónar mega fljúga og fjölmiðlar frjálsir á skjálftasvæðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Axelsson flaug í flugvél sinni yfir skjálftasvæðið í gær. 
Ragnar Axelsson flaug í flugvél sinni yfir skjálftasvæðið í gær.  RAX

Banni við flugi dróna verður aflétt klukkan 19 í kvöld. Þá mega fjölmiðlar aftur vera á svæðinu án þess að vera í fylgd björgunarsveita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Þar segir að vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykjanesskaga og af öryggisástæðum vegna þyrluflugs og annarra starfa viðbragðs- og vísindamanna, hafi lögreglustjórinn á Suðurnesjum, fyrir hönd Samgöngustofu, í gær lagt bann við flugi dróna á svæðinu sem markaðist af Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Krísuvíkurleið og Suðurstrandavegi.

Þessu banni verður aflétt klukkan 19 í kvöld þegar könnunarflugi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra lýkur. Ef til eldsumbrota kæmi á næstu dögum, vikum eða mánuðum sem krefðist lokunar á ný mun tilkynning verða send.

Í gær var einnig ákveðið að fréttamenn þyrftu að vera í fylgd björgunarsveitar til að fara inn fyrir lokanir á Keilisvegi, vegur frá Reykjanesbraut að Höskuldarvöllum.

Þessum lokunum hefur verið aflétt. Almannavarnir vekja þó athygli á þeim lokunum sem Vegagerðin er með á þessum slóðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.