Innlent

Stjórnvöld skoða aðra kosti í öflun bóluefnis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Katrín segir Íslendinga ekki bundna við samstarf Evrópuríkjanna þegar kemur að bóluefnaöflun. 
Katrín segir Íslendinga ekki bundna við samstarf Evrópuríkjanna þegar kemur að bóluefnaöflun.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi sér áhyggjum og því skoði íslensk stjórnvöld nú alla kosti í þeim efnum.

Þetta kemur fram í viðtali við Katrínu í Morgunblaðinu í dag. Hún ítrekar þó að ekki standi til að hverfa úr samstarfi Evrópuríkjanna en minnir á að ríkjum sé heimilt að afla sér annarra bóluefna en samið hafi verið um í samstarfinu.

Katrín vill þó ekki greina frá því hvort viðræður séu hafnar við lyfjaframleiðendur um öflun bóluefna umfram það sem þegar hefur verið tryggt í Evrópusamstarfinu. Hún minnir þó á tilraun Íslendinga til að afla sér bólefnis í tengslum við mögulega rannsókn Pfizer, sem ekki varð af, og að slíkum þreifingum verði haldið áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×