Innlent

Heimstorg opnað fyrir fyrirtæki í þróunarsamvinnuverkefni

Heimir Már Pétursson skrifar
Eliza Reed forsetafrú og starfsmaður Íslandsstofu og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með Pétri Þ. Óskarssyni framkvæmdastjóra Íslandsstofu og Brynhildi Georgsdóttur verkefnisstjóra hjá Íslandsstofu við opnum Heimstorgsins í dag.
Eliza Reed forsetafrú og starfsmaður Íslandsstofu og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með Pétri Þ. Óskarssyni framkvæmdastjóra Íslandsstofu og Brynhildi Georgsdóttur verkefnisstjóra hjá Íslandsstofu við opnum Heimstorgsins í dag. íslandsstofa

Heimstorg Íslandsstofu var formlega opnað í dag en það er vettvangur fyrir fyrirtæki sem vilja koma að fjárfestingum og þróunarsamvinnuverkefnum í útlöndum. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til taka þátt í þróunarsamvinnu og fái aðstoð í samskiptum við stjónvöld annarra ríkja og fjölmarga sjóði sem fyrirtæki geti leitað í.

Eliza Reed forsetafrú setti kynninguna í dag og stýrði fundi en hún hefur unnið hjá Íslandssofu undanfarin ár. Hún sagði Heimstorgið mjög spennandi vettvang sem fæli í sér mikla möguleika.

Guðlaugur Þór Þórðarson segir Ísland ekki ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna án þátttöku atvinnulífsins.íslandsstofa

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Ísland ekki ná að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna án þátttöku atvinnulífsins.

„Hér erum við ekkert að finna upp hjólið. Það er ekkert leyndarmál að við höfum kannað hvernig Norðurlöndin hafa staðið að málum og þau hafa verið fús til að miðla þeirri reynslu og þekkingu. Niðurstaðan er komin hér í dag,“ segir Guðlaugur Þór.

Hér má sjá viðtal við hann að lokinni kynningunni í Hörpu í heild sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×