Innlent

Líklegast að hraun renni til suðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona telur eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands að hraun renni úr eldgosi sem nú er mögulega að hefjast á Reykjanesi.
Svona telur eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands að hraun renni úr eldgosi sem nú er mögulega að hefjast á Reykjanesi.

Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

„Nú er kominn órói og möguleg staðsetning á gossprungu,“ segir hópurinn í færslu sinni, sem birt var nú á fjórða tímanum. Hermilíkan hafi verið keyrt til að sjá hvernig hraunrennsli yrði háttað. 

Staðan hafi breyst miðað við forsendur nú og líklegast að hraun renni til suðurs. Sú sviðsmynd sé háð því að gossprungustaðsetning breytist ekki. Myndin sem fylgir fréttinni sýnir hraunrennslið miðað við stöðuna nú.

20210303 1540 Nú er komin órói og möguleg staðsetning á gossprungu. Við keyrum hraun hermilíkanið til að sjá hvað...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Miðvikudagur, 3. mars 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×