Erlent

Öflugur skjálfti í Grikklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjálftinn varð skammt frá bænum Larissa.
Skjálftinn varð skammt frá bænum Larissa. Institute of Geodynamics

Stór jarðskjálfti varð í Grikklandi í morgun (skömmu eftir hádegi að staðartíma) en engar fregnir hafa enn sem komið er borist af mannskaða eða tjóni. Skjálftinn varð nærri bænum Larissa í miðhluta Grikklands.

Skjálftinn er sagður hafa fundist víðsvegar um Balkanskaga.

Enn fer tvennum sögum af styrk skjálftans í fjölmiðlum ytra. Jarðvísindamenn í Grikklandi segja hann þó hafa verið 6,0 að styrk og hann hafi orðið á átta kílómetra dýpi.

Honum hafa svo fylgt minnst þrír eftirskjálftar sem voru yfir 4,0 að styrk og allt að 4,9.

Ríkisstjóri svæðisins sagði ríkismiðli Grikklands að engar tilkynningar um skemmdir hefðu borist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.