Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 14:30 Allt klárt fyrir Pallborðið á Vísi. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira