The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:08 Emma Corrin tók við verðlaunum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Vísir/Getty Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC. Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC.
Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira