The Crown sópaði til sín verðlaunum á Golden Globe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:08 Emma Corrin tók við verðlaunum sínum í gegnum fjarfundabúnað. Vísir/Getty Golden Globe-verðlaunin, þar sem erlenda pressan í Hollywood verðlaunar kvikmynda- og sjónvarpsfólk, voru veitt í nótt. Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC. Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Hátíðin fór að þessu sinni fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins og veittu sigurvegarar verðlaunum sínum mótttöku í gegnum fjarfundabúnað Fjórða sería Netflix-þáttaraðarinnar The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og var frumsýnd fyrr í vetur á streymisveitunni, sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröðin og Emma Corrin, sem lék Díönu prinsessu í þáttunum, vann verðlaunin sem besta leikkonan í dramaþáttaröð. Þá var Josh O‘Connor sem lék Karl Bretaprins valinn besti leikarinn í dramaþáttaröð og Gillian Anderson sem fór með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaþætti. Schitt‘s Creek var valin besta gamanþáttaröðin og Netflix-serían The Queen‘s Gambit sem hefur notið gríðarlegra vinsælda var valin besta stutta þáttaröðin. Aðalleikkonan í þeim þáttum, Anya Taylor-Joy, fékk verðlaun fyrir besta leik í stuttri þáttaröð eða sjónvarpsmynd. Nomadland var valin besta dramamyndin og framhaldsmyndin um Borat besta myndin í gamanmynda- og söngleikjaflokknum. Leikstjóri Nomadland, Chloe Zhao, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn en þetta var aðeins í annað sinn í sögu Golden Globe-verðlaunanna sem leikstjóraverðlaunin fara til konu. Þá hlaut Jane Fonda sérstök heiðursverðlaun Golden Globe sem kennd eru við Cecil B DeMille. Hún notaði tækifæri í þakkarræðu sinni og kallaði eftir meiri fjölbreytni í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum. „Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að stækka tjaldið svo allir geti skinið þar inn og saga allra fái tækifæri til að sjást og heyrast. Við skulum vera leiðtogar,“ sagði Fonda meðal annars. Lista yfir alla verðlaunahafanna má sjá hér á vef BBC.
Golden Globes Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira