Fótbolti

Atletico styrkti stöðu sína á toppi La Liga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Joao Felix kom inn af bekknum og kláraði leikinn.
Joao Felix kom inn af bekknum og kláraði leikinn. vísir/Getty

Atletico Madrid hefur fimm stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar auk þess að eiga einn leik til góða á Barcelona sem er í öðru sæti.

Atletico heimsótti Villarreal í síðasta leik helgarinnar í kvöld og úr varð hörkuleikur.

Alfonso Pedraza varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir tæplega hálftíma leik sem þýddi að Atletico hafði forystu í leikhléi.

Portúgalinn Joao Felix kom inn af bekknum í leikhléi og það var hann sem gerði út um leikinn með marki á 69.mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og 0-2 sigur toppliðsins staðreynd.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×