Innlent

Skjálfti að stærð 4,7 fannst vel á suðvesturhorninu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jarðskjálftamælir á Reykjanesi.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Öflugur jarðskjálfti reið yfir rétt í þessu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn að stærð 4,7 og átti upptök sín 1,5 kílómetra suðvestur af Keili, samkvæmt fyrstu yfirfærslum mælinga. Skjálftinn reið yfir klukkan 19:01. 

Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorni landsins. Hann fannst vel í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Lesendur Vísis á Akranesi og í Borgarnesi fundu einnig fyrir skjálftanum.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.