Innlent

Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Úr sundlaug.
Úr sundlaug. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum.

Þegar viðkomandi kom að skápnum var búið að taka föt hans, síma og fjármuni úr skápnum. Gesturinn fann hins vegar föt sín í öðrum skáp. Lögregla er með málið til rannsóknar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá var kona handtekin á ellefta tímanum eftir að tilkynnt var að hún hefði reynt að ráðast á dyravörð. Konan var vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var þá tilkynnt um umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður hafði keyrt á staur og reynt að fara af vettvangi á bifreiðinni, sem var óökufær. Viðkomandi var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.