Fótbolti

Arnór og Hörður byrjuðu í tapi í nágrannaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson. VÍSIR/GETTY

Íslensku landsliðsmennirnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru í byrjunarliði CSKA Moskva þegar liðið heimsótti Lokomotiv Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslendingaliðið því Vitali Lisakovich kom Lokomotiv yfir strax á sjöttu mínútu.

Pólski miðjumaðurinn Grzegorz Krychowiak tvöfaldaði forystu Lokomotiv skömmu fyrir leikhlé.

Nikola Vlasic fékk kjörið tækifæri til að koma CSKA inn í leikinn en vítaspyrna hans á 71.mínútu fór forgörðum og ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 2-0 fyrir Lokomotiv.

Arnóri var skipt af velli í leikhléi en Hörður Björgvin lék allan leikinn fyrir CSKA sem er í 2.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×