Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 14:02 Miklar og heitar umræður hafa skapast á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún greindi meðal annars frá því að hjólreiðamenn mega ekki vera á götum þar sem hámarkshraði fer yfir 30 km/klst. vísir/vilhelm Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík. Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík.
Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira