Óþol í garð spandex-klæddra riddara götunnar sprakk út með látum á vef lögreglunnar Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 14:02 Miklar og heitar umræður hafa skapast á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún greindi meðal annars frá því að hjólreiðamenn mega ekki vera á götum þar sem hámarkshraði fer yfir 30 km/klst. vísir/vilhelm Hjólreiðamenn segjast hvergi mega vera og öll úrræði vanti. Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík. Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í fjölmörgum athugasemdum á Facebook-vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hjólreiðar í borginni til umræðu og óhætt er að segja að skoðanaskipti hafi verið mikil og harkaleg. „Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Því er til svars að það er ekki heimilt að hjóla á miðri götu þar sem hámarkshraði er leyfður meiri en 30 km/klst,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar er tíundað að samkvæmt umferðarlögum um sérreglur fyrir reiðhjól komi fram að hjólreiðamaður skal að jafnaði hjóla í akstursstefnu á hjólastíg eða hjólarein eða hægra megin á akrein þeirri sem lengst er til hægri á akbraut sem er ætluð almennri umferð. Hinir freku spandexriddarar „Annað ákvæði um sérreglur fyrir reiðhjól er ákvæði um að á vegi þar sem leyfður hámarkshraði er ekki meiri en 30 km á klst. er hjólreiðamanni heimilt að hjóla á miðri akrein, enda gæti hann fyllsta öryggis og haldi hæfilegum hraða.“ Vegfarandi sendi lögreglu meðfylgjandi mynd og lagði fram spurningu hvort það væri löglegt að hjóla á miðri götu og...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Þar sem að leyfður hámarkshraði er 50 km á klst. á Eiðsgranda þar sem myndin er tekin er því bannað að hjóla á miðri akrein. Ljóst er að þolinmæði margra gagnvart hjólreiðafólki er orðin af mjög skornum skammti. Það sýnir sig í áköfum umræðum sem myndast undir þessari tilkynningu lögreglunnar: „Þessir spandexriddarar geta líka bara notast við hjólastíg sem er þarna til hægri við þá og ekki vera að skapa sér og öðrum hættu með þessari frekju,“ segir Bjarni Jónsson í athugasemd. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið Þegar þetta er skrifað hafa eitt þúsund manns tjáð sig með emoji, fjögur hundruð skrifað athugasemd og 124 deilt færslunni. Hér er um sjóðheitt mál að ræða og skiptist fólk í tvö horn. Hjólreiðafólk telur sig grátt leikið og lætur ekki sitt eftir liggja. Pálína S. Biasone Sigurðardóttir er ágætur fulltrúi fyrir þann hóp: Mér finnst fólk voðalega duglegt að pirrast yfir hjólreiðafólki. Það má ekki vera á götunni og það má ekki vera á gangstéttum og eiginlega ekki heldur á hjólastígum, því það hjólar svo hratt. Ég sé ekki að þetta fólk sé nokkuð hættulegra en ökumenn sem keyra yfir á rauðu eða yfir hámarkshraða eða hvað sem er.“ Ekki tókst að ná í Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjón vegna málsins en ljóst er að hér er pottur brotinn; í málefnum hjólreiðamanna í Reykjavík.
Umferðaröryggi Umferð Hjólreiðar Lögreglan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira