Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 14:31 Brynja og Sara elska að vinna saman. Þær eru fimmtán ára og sautján ára. „Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá. Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara. Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara.
Tónlist Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“