Innlent

Styrkja kaup á minnis­varða um Hans Jónatan og gerð af­­steypu af styttu Nínu

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita styrki annars vegar til kaupa á minnisvarða um Hans Jónatan sem sett verður upp á Djúpavogi og hins vegar til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson sem verður fundinn staður á Hvolsvelli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir að sveitarstjórn Múlaþings fái þrjár milljóna króna styrk til kaupa á verkinu „Frelsi“ eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann.

„Verkið sem sett verður upp á Djúpavogi er minnisvarði um Hans Jónatan, bónda og verslunarmann. Hans Jónatan fæddist sem þræll í nýlendu Dana í Vestur-Indíum árið 1784. Hann strauk til Íslands frá Kaupmannahöfn 1802 og lifði hér sem frjáls maður á Djúpavogi.

Þá verður áhugamannafélaginu Afrekshug heim veittur 4 milljóna króna styrkur til gerðar afsteypu af styttunni „Afrekshugur“ eftir Nínu Sæmundsson. Ætlunin er að finna höggmyndinni stað á Hvolsvelli en Nína fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892. Frumgerð verksins „Afrekshugur“ stendur yfir anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York. Með verkinu bar Nína sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni árið 1931,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.