Fótbolti

Man. Utd gegn AC Milan og Björn mætir Spánverjum

Sindri Sverrisson skrifar
Marcus Rashford og félagar áttu ekki í vandræðum með að slá út Real Sociedad.
Marcus Rashford og félagar áttu ekki í vandræðum með að slá út Real Sociedad. Getty/Ash Donelon

Það verður stórveldaslagur í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta þegar Manchester United og AC Milan, liðin í næstefstu sætunum á Englandi og Ítalíu, mætast.

Dregið var til 16-liða úrslitanna í hádeginu. Fyrri leikirnir fara fram 11. mars en seinni leikirnir viku síðar eða 18. mars.

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar eru með Molde í fyrsta sinn í 16-liða úrslitum og mæta þeir spænska liðinu Granada.

„Íslendingaliðin“ Olympiacos og Arsenal mætast. Ögmundur Kristinsson er einn markvarða Olympiacos en félagi hans úr landsliðinu, Rúnar Alex Rúnarsson, er ekki í Evrópudeildarhópi Arsenal.

16-liða úrslit Evrópudeildarinnar:

  • Ajax (Holland) – Young Boys (Sviss)
  • Dynamo Kiev (Úkraína) – Villarreal (Spánn)
  • Roma (Ítalía) – Shaktar Donetsk (Úkraína)
  • Olympiacos (Grikkland) – Arsenal (England)
  • Dinamo Zagreb (Króatía) – Tottenham (England)
  • Manchester United (England) – AC Milan (Ítalía)
  • Slavia Prag (Tékkland) – Rangers (Skotland)
  • Granada (Spánn) – Molde (Noregur)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×