Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. febrúar 2021 12:08 Það hefur rignt á suðvesturhorninu það sem af er degi. Upptök skjálftans upp úr hádegi í dag voru um 1,8 kílómetra norðaustan af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Veðurstofa Íslands tók saman fimm stærstu skjálftana þegar þeir höfðu verið yfirfarnir klukkan 12:40. Þeir riðu yfir á 25 mínútna kafla frá 11:59 til 12:24. Sá fyrsti var 3,4 að stærð, sá stærsti 4,4 að stærð klukkan 12:06 og svo annar 3,6 að stærð klukkan 12:10. Við bættist einn 3,4 að stærð klukkan 12:14 og annar 4,0 að stærð 12:24. Allir skjálftarnir eru staðsettir um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. Íbúar austur á Hellu og Hvolsvelli segjast hafa fundið fyrir skjálftanum. Sömuleiðis íbúar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Fylgst er með gangi mála jafnóðum í vaktinni neðst í fréttinni. Upptök skjálftanna voru nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti skjálftinn á miðvikudaginn var 5,7 að stærð og annar 5,0. Þá voru þónokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Hreyfingar á mörgum sprungum Gervitunglamyndir sýna að hreyfingar hafa orðið á mörgum sprungum á Reykjanesinu í skjálftahrinunni undanfarna tvo sólarhringa. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu rétt fyrir hádegi að innistæða væri fyrir skjálfta á milli Kleifarvatns og Bláfjalla sem gæti orðið allt að 6,5 að stærð. Frá því skjálftahrinan hófst hafa mælst um fimm þúsund skjálftar á svæðinu en um eitt þúsund þeirra hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur Hrafnkell „Við höfum í rauninni bara verið að fylgjast með því hvernig dregur smátt og smátt úr þessari virkni. Það má segja að þetta sé hefðbundin eftirskjálftavirkni sem við erum að sjá núna. Það eru auðvitað nokkrir skjálftar sem að nálgast þrjá og einn sem var yfir þrjá núna klukkan hálf níu ímorgun en það er alveg eðlilegt að mælum slíkra skjálfta bara í kjölfar svona öflugrar hrinu. Þessi hrinuvirkni er bara á svipuðum slóðum eins og virknin var fyrir tveimur dögum,“ segir Kristín. Kristín segir að nú séu komnar myndir úr gervitungli sem gefi gleggri mynd af skjáltahrinunni. Fylgjast áfram með virkninni „Sem sýnir greinilegar færslur í tengslum við alla þessa skjálfta og í rauninni og bara staðfestir það að þarna urðu hreyfingar á mörgum norður suður sprungum á belti sem liggur milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Börn í Grindavík að leik á miðvikudaginn. Þau fundu eflaust mörg hver fyrir skjálftanum í dag.Vísir/Vilhelm „Á þessum myndum einmitt eru engin skýr merki um hérna neina þenslu og engin grunnkviku innskot sem við sjáum eða merki um neitt kvikuinnstreymi.“ Ef hins vegar innstreymið væri lítið er huganlegt að það sé falið. Kristín segir innistæðu fyrir skjálfta upp á allt að 6,5 nálægt Bláfjöllum. „Við erum bara auðvitað að fylgjast áfram með þessari virkni og það vonandi bara dregur úr þessu og það gerist ekki neitt meira en við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir þessu svæði milli Kleifarvatns og Bláfjalla að þar er hugsanlega innistæða fyrir stærri skjálfta.“ Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:50.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira