Lífið

Pálmi Gunnars gefur út nýtt lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálmi Gunnarsson á sviði.
Pálmi Gunnarsson á sviði. Lilja Guðmundsdóttir

Pálmi Gunnarsson gefur í dag út nýtt lag. Lagið nefnist Komst ekki aftur og kemur út á öllum helstu streymisveitum í dag.

Lag og texta samdi tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson en stjórn upptöku var í höndum Þóris Úlfarssonar.

Pálmi var í viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun og ræddi hann þar um lagið nýja og framhaldið eins og heyra má hér að neðan. Þar má einnig hlusta á nýja lagið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.