Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2021 10:46 Brotið átti sér stað í Reykjavík í febrúar 2019. Vísir/Vilhelm Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Á meðan á öllu stóð greip hann um hár hennar en hún reyndi ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Hlaut hún sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Konan var trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar að sögn héraðsdóms. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Uppfært klukkan 13:11 Píratar vilja koma því á framfæri að þeir hafi fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum í dag. Hinn sakfelldi hafi ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Á meðan á öllu stóð greip hann um hár hennar en hún reyndi ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Hlaut hún sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Konan var trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar að sögn héraðsdóms. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Uppfært klukkan 13:11 Píratar vilja koma því á framfæri að þeir hafi fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum í dag. Hinn sakfelldi hafi ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent