Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2021 19:47 Rokkhljómsveitin Soma snýr aftur eftir næstum aldarfjórðungs hlé. Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“ Frægðarsól Soma skein hratt, en stutt. Eftir að hljómsveitin gaf út plötuna Föl var lagið Grandi Vogar II eitt af mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvum landsins og varð sveitin fljótt mjög vinsæl á böllum. Somamenn spiluðu víðsvegar um landið og voru þekktir fyrir gríðarlega kröftuga framkomu og mikla spilagleði. Núna, næstum aldarfjórðungi síðar, hyggur hljómsveitin Soma á endurkomu og hefur nú gefið frá sér nýtt lag, lagið Fólk eins og fjöll. „Já, við erum bara spenntir að snúa aftur eftir smá pásu,“ segir Mummi söngvari hljómsveitarinnar og hlær. „Við höfum flestir eitthvað verið að vinna við tónlist í þennan tíma en núna fannst okkur tími til að koma aftur saman, dusta rykið af rokkinu og rólinu og sjá hvert það leiðir okkur.“ Hljómsveitina Soma skipa þeir Guðmundur Annas Árnaon söngvari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jónas Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarsson bassaleikari. Tveir af meðlimum hljómsveitarinnar kíktu í viðtal í þáttinn Harmageddon á X977 í morgun. Tónlist Menning Harmageddon Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“ Frægðarsól Soma skein hratt, en stutt. Eftir að hljómsveitin gaf út plötuna Föl var lagið Grandi Vogar II eitt af mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvum landsins og varð sveitin fljótt mjög vinsæl á böllum. Somamenn spiluðu víðsvegar um landið og voru þekktir fyrir gríðarlega kröftuga framkomu og mikla spilagleði. Núna, næstum aldarfjórðungi síðar, hyggur hljómsveitin Soma á endurkomu og hefur nú gefið frá sér nýtt lag, lagið Fólk eins og fjöll. „Já, við erum bara spenntir að snúa aftur eftir smá pásu,“ segir Mummi söngvari hljómsveitarinnar og hlær. „Við höfum flestir eitthvað verið að vinna við tónlist í þennan tíma en núna fannst okkur tími til að koma aftur saman, dusta rykið af rokkinu og rólinu og sjá hvert það leiðir okkur.“ Hljómsveitina Soma skipa þeir Guðmundur Annas Árnaon söngvari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jónas Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarsson bassaleikari. Tveir af meðlimum hljómsveitarinnar kíktu í viðtal í þáttinn Harmageddon á X977 í morgun.
Tónlist Menning Harmageddon Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira