Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. febrúar 2021 19:47 Rokkhljómsveitin Soma snýr aftur eftir næstum aldarfjórðungs hlé. Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“ Frægðarsól Soma skein hratt, en stutt. Eftir að hljómsveitin gaf út plötuna Föl var lagið Grandi Vogar II eitt af mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvum landsins og varð sveitin fljótt mjög vinsæl á böllum. Somamenn spiluðu víðsvegar um landið og voru þekktir fyrir gríðarlega kröftuga framkomu og mikla spilagleði. Núna, næstum aldarfjórðungi síðar, hyggur hljómsveitin Soma á endurkomu og hefur nú gefið frá sér nýtt lag, lagið Fólk eins og fjöll. „Já, við erum bara spenntir að snúa aftur eftir smá pásu,“ segir Mummi söngvari hljómsveitarinnar og hlær. „Við höfum flestir eitthvað verið að vinna við tónlist í þennan tíma en núna fannst okkur tími til að koma aftur saman, dusta rykið af rokkinu og rólinu og sjá hvert það leiðir okkur.“ Hljómsveitina Soma skipa þeir Guðmundur Annas Árnaon söngvari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jónas Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarsson bassaleikari. Tveir af meðlimum hljómsveitarinnar kíktu í viðtal í þáttinn Harmageddon á X977 í morgun. Tónlist Menning Harmageddon Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“ Frægðarsól Soma skein hratt, en stutt. Eftir að hljómsveitin gaf út plötuna Föl var lagið Grandi Vogar II eitt af mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvum landsins og varð sveitin fljótt mjög vinsæl á böllum. Somamenn spiluðu víðsvegar um landið og voru þekktir fyrir gríðarlega kröftuga framkomu og mikla spilagleði. Núna, næstum aldarfjórðungi síðar, hyggur hljómsveitin Soma á endurkomu og hefur nú gefið frá sér nýtt lag, lagið Fólk eins og fjöll. „Já, við erum bara spenntir að snúa aftur eftir smá pásu,“ segir Mummi söngvari hljómsveitarinnar og hlær. „Við höfum flestir eitthvað verið að vinna við tónlist í þennan tíma en núna fannst okkur tími til að koma aftur saman, dusta rykið af rokkinu og rólinu og sjá hvert það leiðir okkur.“ Hljómsveitina Soma skipa þeir Guðmundur Annas Árnaon söngvari, Þorlákur Lúðvíksson hljómborðsleikari, Snorri Gunnarsson gítarleikari, Jónas Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari, Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Kristinn Jón Arnarsson bassaleikari. Tveir af meðlimum hljómsveitarinnar kíktu í viðtal í þáttinn Harmageddon á X977 í morgun.
Tónlist Menning Harmageddon Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira