Virknin gæti aukist í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 22:17 Skjálftinn sem mældist um tíuleytið í kvöld var skammt frá Keili. Vísir/Vilhelm Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47
Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30