Erlent

Ástralskur sauður rúinn hálfri kengúru

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ástralskir miðlar greindu frá því að ullin hefði vegið á við hálfa fullorðna kengúru.
Ástralskir miðlar greindu frá því að ullin hefði vegið á við hálfa fullorðna kengúru.

Veikburða sauður fannst í Ástralíu á dögunum, sem er ef til vill ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skepnan hafði ekki verið rúin í fjölda ára og var 35 kílóum léttari þegar snyrtingu lauk.

Sá sem fann sauðinn setti sig samstundis í samband við Edgar's Mission Farm Sanctuary nærri Lancefield í Viktoríuríki. Þar brugðust menn hratt við, sóttu sauðinn og beittu á hann skærunum.

Sauðurinn, sem hlaut nafnið Baarack, virðist eitt sinn hafa verið eyrnamerktur en merkið tapast, mögulega vegna veglegrar ullarhúfunnar. 

„Það þarf að rýja kindur að minnsta kosti einu sinni á ári, annars heldur ullinn áfram að vaxa og vaxa, eins og í þessu tilviki,“ hefur Reuters eftir einum starfsmanna Edgar's Mission.

Hann sagði klaufir dýrsins í ágætu ástandi eftir að hafa reikað um grýtt skóglendið þar sem hann fannst en kauði hafi verið vannærður og allt að því sjónlaus vegna ullarfargansins.

Baarack ku vera við ágæta heilsu nú þegar hann hefur verið rúinn og komið fyrir hjá öðru umkomulausu sauðfé griðarstaðarins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.