Í færslu á Facebook greinir tónlistarsérfræðingurinn frá þessu en færslunni fylgir tónlistarmyndband með Rúnari Júlíussyni og Unun við lagið Hann mun aldrei gleym´henni.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag og eðlilega.
Löng skjálftahrina með stórum skjálftum hefur verið á Reykjanesinu í dag. Skjálftarnir hafa fundist allt frá Stykkishólmi austur á Hellu.
Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einn allra farsælasti tónlistarmaður Íslandssögunnar.
Gunnar birtir myndbandið sjálft sem aðgengilegt er á YouTube og má sjá hér að neðan.