Lífið

Einn helsti jarð­skjálfta­fræðingur landsins hefur sungið bak­rödd með Rúnari Júlíus­syni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín er hörku söngkona. 
Kristín er hörku söngkona.  Vísir/baldur/youtube

„Mér finnst nauðsynlegt að það komi fram að áður en Kristín Jónsdóttir varð aðal jarðskjálftafræðingur landsins söng hún með hljómsveitinni Unun. Náði m.a. svo langt að bakradda fyrir sjálfan Rúnna Júl,“ skrifar Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.

Í færslu á Facebook greinir tónlistarsérfræðingurinn frá þessu en færslunni fylgir tónlistarmyndband með Rúnari Júlíussyni og Unun við lagið Hann mun aldrei gleym´henni.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag og eðlilega. 

Löng skjálftahrina með stórum skjálftum hefur verið á Reykjanesinu í dag. Skjálftarnir hafa fundist allt frá Stykkishólmi austur á Hellu.

Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einn allra farsælasti tónlistarmaður Íslandssögunnar. 

Gunnar birtir myndbandið sjálft sem aðgengilegt er á YouTube og má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.