Lífið

Um fimmtíu ára gamalt raðhús í upprunalegu standi til sölu í Kúrlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðhaldið hefur verið lítið síðustu áratugi.
Viðhaldið hefur verið lítið síðustu áratugi. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Í Kúrlandi er til sölu 220 fermetra raðhús á besta stað í Fossvoginum. Um er að ræða hús sem byggt var árið 1973 og er eignin endaraðhús.

Fasteignamat eignarinnar er 80,8 milljónir en ásett verð er 87,9 milljónir sem er í raun nokkuð undir markaðsvirði enda eitt vinsælasta svæði landsins.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Innréttingar og gólfefni eru upprunalegar og var allt hannað á sínum tíma af Gunnari Magnússyni innanhúshönnuði enda má segja að það sé eins og að ganga inn í tímavél að líta þangað inn.

Líklega þarf að endurnýja umtalsvert í eigninni en sjá má myndir af húsinu hér að neðan.

Endaraðhús í fallegri raðhúslengju.
Teppalagt á gólfum.
Ekki beint nýjasti tölvubúnaðurinn á heimilinu.
Skemmtilegt skrifstofurými.
Húsið er á tveimur hæðum.
Upprunaleg baðherbergisinnrétting. 
Eldhúsið einnig í upprunalegu standi eins og allt annað.
Lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir bílskúrinn.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.