Lífið

Stjörnurnar senda hlýja strauma til Tiger Woods

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tiger er alvarlega slasaður eftir slysið.
Tiger er alvarlega slasaður eftir slysið. Vísir/getty/Ben Jared

Tiger Woods var með meðvitund er fólk kom að bíl hans eftir skelfilegt bílslys í gær. Hann var illa slasaður á báðum fótleggjum.

Samkvæmt lögregluembætti Los Angeles var Tiger í alvarlegu ástandi þegar komið var að honum eftir slysið en hann gat þó tjáð sig.

Bæði þurfti að notast við klippur og öxi til að ná Woods út úr bifreiðinni á slysstað.

 Þekktir einstaklingar hafa sent frá sér hlý skilaboð á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.

Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hugsar til Woods á þessum erfiðu tímum.

Tenniskonan Serena Williams ætlar að komast í gegnum þetta með Woods. 

 Tónlistarkonan Janet Jackson sendir falleg skilaboð til golfarans. 

 Lindsey Vonn, fyrrverandi kærasta Woods, er með hann í bænum sínum. 

Leikkonan Jada Pinkett Smith eyddi tíma með Woods fyrr um daginn og segir fólki að nýta hvert augnablik til hins ítrasta. 

 Söngkonan Cher sendir Woods kveðjur. 

 Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er ánægður með nýjustu tíðindi af slysi Tiger Woods. 

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.