Innlent

Ein líkamsárás í miðbænum og önnur í Mosfellsbæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tilkynnt var um líkamsárás í Mosfellsbæ í nótt.
Tilkynnt var um líkamsárás í Mosfellsbæ í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás miðbænum laust eftir klukkan hálfeitt í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að sá sem ráðist var á hafi verið fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar.

Hann hafi síðan verið vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins ásamt tveimur öðrum mönnum sem voru handteknir og eru taldir tengjast árásinni. Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað um áverka á þeim sem ráðist var á.

Upp úr klukkan tvö í nótt var síðan tilkynnt um líkamsárás í Mosfellsbæ. Kona var handtekin grunuð um árásina og var hún flutt í fangageymslu. Ekkert er skráð um áverka að því er segir í dagbók lögreglunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.