Forstjóri heilsugæslunnar biðst afsökunar á töfum við greiningu leghálssýna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 21:16 Óskar Reykdalsson segist harma þær áhyggjur sem seinkunin á greiningum hefur valdið. Mynd/Stöð 2 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, biður allar þær konur sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna þeirrar seinkunar sem hefur orðið á greiningu leghálssýna eftir að heilsugæslan tók við skimuninni af Krabbameinsfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Rannsóknarstofan á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn tilkynnti í dag að búið væri að greina nær öll sýni sem tekin voru í desember síðastliðnum og biðu langan tíma í kössum hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Óskar segist gera ráð fyrir því að eftir tvær vikur verði búið að vinna upp öll þau sýni sem hafa verið á bið. Nær þetta væntanlega einnig til sýna sem voru tekin í janúar og fram til þessa dags. „Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konunum er gerð grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar, og örfá til viðbótar fara í póst næstu daga. Við munum svo á næstu dögum setja okkur í samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda. Öll þessi svör verða sett á www.island.is fyrir helgi,“ segir Óskar í tilkynningunni. „Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr.“ Óskar segir leghálsskimunina öfluga forvörn og bendir á að hægt sé að panta tíma með því að fara inn á heilsuvera.is eða hringja í næstu heilsugæslu. „Við biðjum alla þá sem hafa haft af þessu óþægindi afsökunar.“ Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45 Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16 Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Rannsóknarstofan á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn tilkynnti í dag að búið væri að greina nær öll sýni sem tekin voru í desember síðastliðnum og biðu langan tíma í kössum hjá heilsugæslunni í Hamraborg. Óskar segist gera ráð fyrir því að eftir tvær vikur verði búið að vinna upp öll þau sýni sem hafa verið á bið. Nær þetta væntanlega einnig til sýna sem voru tekin í janúar og fram til þessa dags. „Þegar hafa verið póstlögð um 2.300 svarbréf þar sem konunum er gerð grein fyrir niðurstöðu greiningarinnar, og örfá til viðbótar fara í póst næstu daga. Við munum svo á næstu dögum setja okkur í samband við þær konur sem þurfa á frekari skoðun að halda. Öll þessi svör verða sett á www.island.is fyrir helgi,“ segir Óskar í tilkynningunni. „Okkur þykir mjög leitt að þessi seinkun hafi valdið óþarfa áhyggjum og erum þess fullviss að þjónustan muni á næstunni verða bæði betri og hraðvirkari en fyrr.“ Óskar segir leghálsskimunina öfluga forvörn og bendir á að hægt sé að panta tíma með því að fara inn á heilsuvera.is eða hringja í næstu heilsugæslu. „Við biðjum alla þá sem hafa haft af þessu óþægindi afsökunar.“
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45 Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16 Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Sjá meira
„Við erum með aðgengilegri þjónustu en áður, ódýrari og öruggari“ Heilbrigðisráðherra segir að danska rannsóknarstofan sem heilbrigðisráðuneytið samið við um greiningu leghálssýna sé meðal þeirra fremstu í heiminum. Hún vonar að hægt verði að byggja upp samskonar þekkingu hér á landi. Danska rannsóknarstofan skuldbindi sig að birta niðurstöður innan þriggja vikna frá afhendingu sýna. 22. febrúar 2021 12:45
Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12. febrúar 2021 06:16
Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. 11. febrúar 2021 11:30