Lífið

Hildur Vala og Jón Ólafs eiga von á fjórða barninu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjölskyldan fyrir nokkrum árum. Krökkunum fjölgar um einn í sumar. 
Fjölskyldan fyrir nokkrum árum. Krökkunum fjölgar um einn í sumar. 

Tónlistarfólkið Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson eiga von á sínu fjórða barni saman í sumar. Þetta tilkynnti Hildur Vala á Facebook-síðu sinni í dag.

„Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ,“ skrifar Hildur Vala í færslunni og birtir með mynd af þremur börnum hennar og Jóns; þeim Jökli, Kára Kolbeini og Þórhildi Júlíu.  

Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ.

Posted by Hildur Vala on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021

Jón, sem er 58 ára, og Hildur Vala, sem er 39 ára, byrjuðu saman skömmu eftir Idol stjörnuleit árið 2005, hvar sú síðarnefnda bar sigur úr býtum. Líkt og áður segir eiga þau saman þrjú börn en fyrir á Jón tvær uppkomnar dætur úr fyrra sambandi. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.