Lífið

Stikla úr nýrri heimildarmynd um Biggie

Stefán Árni Pálsson skrifar
Biggie átti tvö börn þegar hann lést. 
Biggie átti tvö börn þegar hann lést. 

Einn þekktasti rappari sögunnar, Notorious BIG, var myrtur þann 9. mars árið 1997.

Rapparinn var skírður Christopher Wallace, en var einnig þekktur sem Biggie Smalls og naut gríðarlegra vinsælda á níunda áratug síðustu aldar.

Nú hefur Netflix gefið út nýja stiklu úr heimildarmynd um tónlistarmanninn sem kemur út 1. mars.

Enn hefur enginn verið dæmdur fyrir morðið, sem er talið tengjast stríði milli rappara frá Austur- og Vesturströnd Bandaríkjanna.

Biggie átti tvö börn, dótturina T‘yanna Wallace og soninn Christopher George Latore Wallace jr. þegar hann lést. Rætt er við móður Biggie, Puff Daddy og fleiri í myndinni.

Hér að neðan má sjá brot úr myndinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.