Kári hamast enn í og hundskammar heimspekinga Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 09:48 Kári virðist njóta þess að hamast í heimspekingunum sem hann segir að hafi ekki hundsvit á bólusteningum. vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir dagljóst að heimspekingar hafi ekki hundsvit á bólusetningum. Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kári birtir langan pistil á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann svarar í átta liðum þeim háskólamönnum sem rituðu grein þar sem þeir veltu upp ýmsum siðferðilegum spurningum sem sneru að hugsanlegum samningum íslenska ríksins við Pfizer; um tilraunabólsetningar. Ekkert varð af þeim samningum en víst er að greinin fór ekki vel í Kára. Pistil sinn birtir Kári jafnframt í Fréttablaðinu í dag. Heimspekingarnir merkilegir með sig „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ sagði Kári í samtali við fréttastofu fljótlega eftir að umrædd grein leit dagsins ljós. Og féll sú hryssingslega nóta vel í kramið víða. En ljóst er að greinastúfurinn situr í Kára því nú fer hann í hana lið fyrir lið að hætti hússins. Kári segir ýmislegt gott að segja um íslenska heimspekinga. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum. Gott dæmi um þetta má finna í greinarstúf eftir fimm íslenska heimsspekinga sem birtist í Fréttablaðinu þann 9. febrúar undir fyrirsögninni: Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland.“ Hafa ekki hundsvit á bólusetningarvandanum Vísindamaðurinn segir greinina að mestu byggja á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var því ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins. Spurningar sem bornar voru upp í grein heimsspekinganna byggðu á ágiskun þeirra á því hvernig sú hugmynd yrði gerð að rannsókn sem síðan yrði framkvæmd hér á landi. Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir,“ skrifar Kári háðskur og vitnar í fræga sögu. Hann segir svo félagana fimm bæta gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. „Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag,“ segir í pistli Kára sem finna má hér neðar. Þegar liggur fyrir að hann fellur vel í kramið meðal þeirra sem telja þessa heimspekinga ekki merkilegan pappír. Ef ekki væri fyrir blessaða heimsspekingana Kári Stefánsson Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir...Posted by Kari Stefansson on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Bólusetningar Íslensk erfðagreining Háskólar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira