Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 00:17 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. Baldur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann ræddi meðal annars hvað lesa mætti út úr niðurstöðum nýjustu skoðanakannanna. „Maður gæti kannski lesið það út að fylgið er aðeins á hreyfingu. Það eru þarna flokkar í þessari könnun MMR, eru bæði Viðreisn, Vinstri græn og Framsókn að bæta við sig tveggja, þriggja prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að tapa einhverju áþekku,“ sagði Baldur. „Svo veit maður ekki hvort það eru bara sveiflur í könnununum sjálfum eða hvort það sé eitthvað að gerast en það gæti verið að það sé eitthvað að hreyfast til fylgið,“ bætir hann við. Ríkisstjórnin sé aðeins að styrkja stöðu sína samkvæmt könnuninni og það sé augljóst að flokkar og ákveðnir þingmenn séu komnir í kosningaham. „Maður sér það alveg í fjölmiðlunum,“ segir Baldur. Allur gangur er á því hvernig flokkarnir raða á sína lista, sumir notast við prófkjör en aðrir einhvers konar uppstillingu. Baldur var spurður hvort hann teldi að Samfylkingin sé mögulega að tapa fylgi í könnunum í ljósi þeirrar uppstillingarleiðar sem farin var hjá flokknum í Reykjavík. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað það er en í augnablikinu er hún að minnsta kosti ekki að styrkja stöðu sína á því. En það gæti kannski gerst ef að nýir frambjóðendur fara að sprikla og láta til sín taka. En þetta hefur kannski verið erfið umfjöllun fyrir Samfylkinguna undanfarin misseri, að það sé einblínt á þetta,“ svarar Baldur. Þá segist hann hafa haft gaman af því að fylgjast með Framsóknarflokknum að undanförnu. „Ráðherrar hans, maður opnar ekki fjölmiðil nema að þeir séu þar einhvers staðar að finna. Framsóknarflokkurinn er augljóslega í miklum kosningaham enda þurfti hann verulega á því að halda að styrkja stöðu sína, hann er búinn að vera að mælast allt þetta kjörtímabil með minna fylgi heldur en hann fékk í kosningunum og reið hann nú ekki feitum hesti í síðustu kosningum.“ Miðflokkurinn í langtímaáfalli eftir Klaustursmálið Fróðlegt verði að sjá hvernig mun vinda fram fyrir flokkinn á næstu viku. Þá hafi fylgi Miðflokksins verið að sveiflast nokkuð á kjörtímabilinu. „Það er kannski eins og hann hafi orðið fyrir dálitlum langtímaáfalli eftir Klaustursmálið, ferð þeirra félaga á barinn. Kannski hefur það eitthvað skaðað hann og flokkurinn hefur kannski ekki látið mikið til sín taka í þessari covid-umræðu. Maður kannski hélt hann myndi gera það meira,“ segir Baldur. Flokkurinn hafi aftur á móti ekki verið eins áberandi nú og þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu. „En ég er nú sannfærður um að Sigmundur Davíð muni koma aftur í umræðuna að fullum krafti fyrir kosningabaráttu.“ Fylgi litlu flokkanna lykilatriði Annað sem vert er að fylgjast með er þróun fylgis við smærri flokka sem mælast nú með fylgi sem er á mörkum þess að duga til að ná manni á þing. „Sósíalistar gætu tekið eitthvað af Vinstri grænum og þeir eru líka náttúrlega að berjast um atkvæði við Miðflokkinn hefði maður haldið og það verður mjög spennandi að fylgjast með fylgi þessara tveggja flokka, Flokks fólksins og Sósíalista, hvort þeir ná yfir fimm prósent múrinn eða ekki,“ segir Baldur. Minni flokkarnir eigi það til að bæta verulega við sig fylgi á allra síðustu dögunum fyrir kosningar. „Það skiptir líka svo miklu máli, hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki, því að mér finnst nú eiginlega bara allt benda til þess að þessi ríkisstjórn muni halda áfram. Þetta stjórnarsamstarf, ef þessir flokkar ná meirihluta, þá mun það halda áfram. Þá getur það skipt verulegu máli hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki út frá því hvort að stjórnin haldi meirihluta eða ekki,“ segir Baldur. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Baldur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann ræddi meðal annars hvað lesa mætti út úr niðurstöðum nýjustu skoðanakannanna. „Maður gæti kannski lesið það út að fylgið er aðeins á hreyfingu. Það eru þarna flokkar í þessari könnun MMR, eru bæði Viðreisn, Vinstri græn og Framsókn að bæta við sig tveggja, þriggja prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að tapa einhverju áþekku,“ sagði Baldur. „Svo veit maður ekki hvort það eru bara sveiflur í könnununum sjálfum eða hvort það sé eitthvað að gerast en það gæti verið að það sé eitthvað að hreyfast til fylgið,“ bætir hann við. Ríkisstjórnin sé aðeins að styrkja stöðu sína samkvæmt könnuninni og það sé augljóst að flokkar og ákveðnir þingmenn séu komnir í kosningaham. „Maður sér það alveg í fjölmiðlunum,“ segir Baldur. Allur gangur er á því hvernig flokkarnir raða á sína lista, sumir notast við prófkjör en aðrir einhvers konar uppstillingu. Baldur var spurður hvort hann teldi að Samfylkingin sé mögulega að tapa fylgi í könnunum í ljósi þeirrar uppstillingarleiðar sem farin var hjá flokknum í Reykjavík. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað það er en í augnablikinu er hún að minnsta kosti ekki að styrkja stöðu sína á því. En það gæti kannski gerst ef að nýir frambjóðendur fara að sprikla og láta til sín taka. En þetta hefur kannski verið erfið umfjöllun fyrir Samfylkinguna undanfarin misseri, að það sé einblínt á þetta,“ svarar Baldur. Þá segist hann hafa haft gaman af því að fylgjast með Framsóknarflokknum að undanförnu. „Ráðherrar hans, maður opnar ekki fjölmiðil nema að þeir séu þar einhvers staðar að finna. Framsóknarflokkurinn er augljóslega í miklum kosningaham enda þurfti hann verulega á því að halda að styrkja stöðu sína, hann er búinn að vera að mælast allt þetta kjörtímabil með minna fylgi heldur en hann fékk í kosningunum og reið hann nú ekki feitum hesti í síðustu kosningum.“ Miðflokkurinn í langtímaáfalli eftir Klaustursmálið Fróðlegt verði að sjá hvernig mun vinda fram fyrir flokkinn á næstu viku. Þá hafi fylgi Miðflokksins verið að sveiflast nokkuð á kjörtímabilinu. „Það er kannski eins og hann hafi orðið fyrir dálitlum langtímaáfalli eftir Klaustursmálið, ferð þeirra félaga á barinn. Kannski hefur það eitthvað skaðað hann og flokkurinn hefur kannski ekki látið mikið til sín taka í þessari covid-umræðu. Maður kannski hélt hann myndi gera það meira,“ segir Baldur. Flokkurinn hafi aftur á móti ekki verið eins áberandi nú og þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu. „En ég er nú sannfærður um að Sigmundur Davíð muni koma aftur í umræðuna að fullum krafti fyrir kosningabaráttu.“ Fylgi litlu flokkanna lykilatriði Annað sem vert er að fylgjast með er þróun fylgis við smærri flokka sem mælast nú með fylgi sem er á mörkum þess að duga til að ná manni á þing. „Sósíalistar gætu tekið eitthvað af Vinstri grænum og þeir eru líka náttúrlega að berjast um atkvæði við Miðflokkinn hefði maður haldið og það verður mjög spennandi að fylgjast með fylgi þessara tveggja flokka, Flokks fólksins og Sósíalista, hvort þeir ná yfir fimm prósent múrinn eða ekki,“ segir Baldur. Minni flokkarnir eigi það til að bæta verulega við sig fylgi á allra síðustu dögunum fyrir kosningar. „Það skiptir líka svo miklu máli, hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki, því að mér finnst nú eiginlega bara allt benda til þess að þessi ríkisstjórn muni halda áfram. Þetta stjórnarsamstarf, ef þessir flokkar ná meirihluta, þá mun það halda áfram. Þá getur það skipt verulegu máli hvort að þessir flokkar komist inn eða ekki út frá því hvort að stjórnin haldi meirihluta eða ekki,“ segir Baldur.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira